Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

3 merkilegir punktar úr viðtalinu

Það er í raun bara þrennt sem mig langaði að koma á framfæri, ég hef rekist á þetta áður og þá sérstaklega hjá sjálfstæðismönnum.

1.  Að axla ábyrgð.  Þegar að Geir er beðinn um að axla ábyrgð og stíga til hliðar þá vendir hann kvæði sínu í kross og segist axla ábyrgðina með því að vera áfram við völd.  Merkilegt.  Mig minnir að Hanna Birna hafi notað svipaða taktík í öllu ruglinu í borginni fyrir nokkru síðan.

2.  Það er auðvelt að vera vitur eftirá.  Svo loksins þegar að Geir gengur við því að hafa tekið þátt í útrásarfylleríinu og viðurkennir að það hafi verið alltof lítið eftirlit á þessu stjórnlausa partýi þá smellir hann fram þessum ódýra frasa.  Dæmigert.

3.  Að persónugera.  Sigmar minntist á Seðlabankann, af hverju hlustaði hann ekki á aðvaranir frá hinum og þessum sérfræðingum um að allt myndi enda á hliðinni hjá okkur?  Þá spilar Geir út persónugeringarspilinu.  Af hverju að níðast á þessum ágætu mönnum sem að starfa í Seðlabankanum.  Það var enginn að tala um einstaklinga, Seðlabankinn er stofnun, hann hefur ákveðnar skyldur sem hann þarf að uppfylla.  Ef hann stendur sig ekki í stykkinu þá ætti að vera í lagi að gagnrýna hann.

En Geir er góður ræðumaður og miðað við þessa hrikalegu stöðu sem hann er kominn í þá stóð hann sig bara ágætlega.  Ég myndi a.m.k. ekki sofa rólega á nóttunni ef að ég hefði setið við völd jafnlengi og hann, búinn að predika um frjálshyggju og einkavæðingu og lenda svo í því að sitja við völd þegar að allt fer í baklás.  Öll hugmyndafræðin brostin, og spjótin beinast hvað mest að gömlu flokksfélögunum og samstarfsflokkunum í ríkisstjórnum síðustu ára.


mbl.is Við munum ekki láta kúga okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband