að slá í hel?

Nú er ég ekki viss.  Er þessi frasi "að slá í hel" í lagi á íslensku?  "Han slog manden ihjel" gengur alveg upp á dönsku en á íslensku?  Spurning hvort að fréttafólkið á mogganum sé of fljótt á sér þegar þau þýða fréttir yfir á íslensku.
mbl.is Hvetur til sátta í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Kannski er ég orðinn svona danskur en mér finnst eins og þetta sé þekkt orðatilæki í íslensku.

En kannski kemur það úr dönsku.

Rúnar Birgir Gíslason, 22.3.2008 kl. 21:05

2 Smámynd: Anna Valdís Guðmundsdóttir

Sæll, ég hefði heldur skrifað "slá til óbóta" eða frekar "berja til óbóta" sem mér finnst heldur betri íslenska.

Anna Valdís Guðmundsdóttir, 22.3.2008 kl. 21:24

3 identicon

Að slá í hel er ekki íslenska.  Það er danska.  Það er í besta falli eldgömul íslenska en engan veginn 21. aldar íslenska.

eg (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 21:38

4 identicon

Er þá bara hægt að "frjósa í hel" á íslensku?

Aðalsteinn Bjarnþórsson (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 09:49

5 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Veit ekki hver heldur þessari síðu úti en á henni má finna að þetta er til í íslensku

http://www.ordanet.is/demo.pl?id=19497

Rúnar Birgir Gíslason, 23.3.2008 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband