Ætlaði að prófa rússíbanann

í gær en löngunin hvarf ansi snögglega þegar ég sá þessa frétt.  Þessi rússíbani er búinn að vera mikið í fréttunum undanfarið, fyrst átti að opna hann í maí en það tafðist og hann opnaði fyrst fyrir nokkrum dögum síðan.  Annar nýr rússíbani í Djurs Sommerland var tekinn í notkun í sumar, þar hefur enginn hrapað til jarðar en ég held að hann hafi stoppað tvisvar á miðri leið með farþega um borð.

Sem sagt, rússíbanar eru skemmtilegir en geta klikkað eins og svo margt annað.  En ég ætla engu að síður að fara með fjölskylduna í Tivoli Friheden (ekki Frihedens eins og stendur í fréttinni) í dag og prófa einhver róleg tæki, ekki eitthvað hættulegt.


mbl.is Fjórir slösuðust í rússibanaslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhættan eykur aðeins spennuna og gerir ferðina skemmtilegri.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband