Framtíðin í bjórdrykkju á Íslandi?

Það er gaman að heyra að Morgunblaðið veiti þessari þróun athygli enda er hún um margt mjög spennandi.

Úrvalið af bjór í ÁTVR í dag er ákaflega takmarkað.  Það eru til gífurlega margir bjórstílar sem hafa aldrei ratað á hillur Vínbúðanna.  India Pale Ale(IPA) er fyrsta dæmis, gríðarlega góðir bjórar, allskonar afbrigði af Stout, sweet Stout, Russian Imperial Stout, margir Porter, Barleywine, Lambic o.s.frv.

En með tilkomu Ölvisholts hefur bjórframleiðsla á Íslandi tekið nýja stefnu.  Úrvalshráefni í bland við gott ölger og fagleg vinnubrögð hefur skilað frábærum bjórum, Skjálfta og Móra.  Jólabjórinn kemur bráðum og svo reyktur Stout.  Get ekki beðið.

Bruggsmiðjan á Árskógssandi eru vissulega frumkvöðlar að þessari þróun hér á landi og eiga þeir mikið hrós skilið.  En vandamálið við bjórana sem þeir framleiða og svo líka Jökull og Gullfoss er að þeir miða að því að búa til lagerbjór sem að rennur auðveldlega ofan í landann.  Ölvisholt er hinsvegar að framleiða öl með bragði og keppir seint við lagerbjórinn í magni þess sem þeir selja en markmið þeirra er að gera bragðgott og vandað öl.  Morgunblaðið minntist ekki neitt á Ölgerð Reykjavíkur sem framleiðir Gullfoss í samstarfi við Anders Kissmeyer frá Norrbro Bryggeri en það er væntanlega vegna þess að bjórinn þeirra er framleiddur af Bruggsmiðjunni á Árskógssandi.

Ég held að framtíðin sé björt í þessum geira hérna á landi, Danir eru nokkrum árum á undan okkur í þessum efnum og Bandaríkjamenn byrjuðu að opna sín örbrugghús fyrir u.þ.b. 30 árum.  Nú þurfum við bara að drífa okkur út í Vínbúð, kaupa einn Skjálfta og einn Móra, tína til nokkra aðra(byrja fyrst á íslensku bjórunum að sjálfsögðu) og drekka þessa bjóra með opnum huga.  Sumir eru beiskir, aðrir sætir og svo verður hver og einn að finna þá línu sem að manni líkar og halda áfram að smakka.

Óli Helgi.


mbl.is Kaldi, Skjálfti, Jökull, Móri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir, Þetta er vissulega góð þróun. Ég er í Bandaríkjunum og ég held að það séu hátt í 10 smábrugghús í nágrenni við mig. Það er alltaf erfitt val að fara út í matvörubúð því þar er heill gangur í búðinni bara fyrir bjórinn og mikið og gott úrval. Ég er með 7 mismunandi gerðir í ískápnum núna, porter, stout, lambic, amber og winter ale. Allt bragðmiklir og góðir bjórar sem renna ljúft niður. Ég vona að þessi þróun haldi áfram heima því þetta er eitthvað sem ég sakna mikið þegar ég er á klakanum. Skjálfti er mjög góður en ég hef því miður ekki náð að smakka móra. Kaldi er alls ekki slæmur en Dökki Kaldi fannst mér reyndar virkilega góður. Hef heldur ekki smakkað jökul né Gullfoss. Reyndar finnst mér svo synd að brugghús sem kallar sig Mjöður skuli ekki brugga alvöru mjöð. Ég held að ísland sé eina víkingaþjóðin sem bruggar ekki mjöð í dag. Hér er í Bandaríkjunum er þetta líka bruggað út um allt. 

Davíð Arnar (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 07:33

2 Smámynd: Ólafur Helgi Rögnvaldsson

Það sem ég öfunda þig Davíð á því að búa í USA og vera búinn að uppgötva örbrugghúsamenninguna þar.  Ég skrifaði blog á "hinni" blog síðunni minni um daginn um bjór og minntist þá á bjór frá Bandaríkjunum. 

Mér finnst nefnilega besti bjór í heima koma frá USA, engin spurning.  Þá er ég að sjálfsögðu ekki að tala um Miller eða Budweiser, onei, heldur Rogue, Brooklyn, Flying Dog, Great Divide og öll hin.  Ég er sérstaklega hrifinn af Rogue og finnst allir bjórarnir þaðan stórkostlega góðir.  Dead Guy Ale er í sérstöku uppáhaldi og Hazelnut Brown Nectar er bara nammi.  Ég luma síðan á einum Yeti frá Gread Divide inni í búri og líka Chocolate Stout frá Brooklyn, ætla að opna þá í góðum vinahópi bráðlega.

Ólafur Helgi Rögnvaldsson, 9.11.2008 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband