"Gamaldags" og "nútíma" lögregluvinna

Ég var að sjá umfjöllun um þetta mál í fréttunum í hádeginu hérna í Danmörku.  Þar töluðu menn um að "gamaldags" rannsóknarvinna hafi verið notuð, þ.e.a.s. lögreglan skoðaði skófar á staðnum þar sem að konan var myrt.  Svo var þetta skófar skoðað nánar og lögreglan komst að því að þetta var einhver ákveðin tegund af Adidas skóm.  En svo hætti rannsóknarvinnan að vera "gamaldags".  Lögreglan komst svo yfir upplýsingar um hvar þessir skór voru seldir og komst að því að það voru seld 57 pör af þeim einmitt í Álaborg.  Dansk Supermarket gaf lögreglunni þessar upplýsingar og svo allt í einu er búið að leysa málið, 15 ára drengur frá Grænlandi keypti svona skó í Álaborg og fingraför eftir hann fundust á staðnum.
Mér finnst svolítið dularfullt hvernig lögreglunni tókst að ná í drenginn bara með því að biðja DS um upplýsingar um skósölu.  Þetta hlýtur að þýða að DS á ansi góða skrá yfir það hverjir kaupa hvað í verslunum þeirra og það veldur mér áhyggjum.  DS er nefnilega ansi stór hérna í Danmörku en ég held að þeir eigi Bilka, Fotex og Netto.
Vonandi misskiljið þið ekki það sem ég er að reyna að koma á framfæri hér.  Að sjálfsögðu er það mjög gott að þessi drengur fannst og auðvitað er gott að DS hjálpaði lögreglunni að ná honum, en spurningin hvernig DS geymir persónuupplýsingar.  Það gilda margar reglur um slíkt svo að enginn komist yfir þessar upplýsingar og geti misnotað þær, en ég veit ekki hvort að DS fylgi þessum reglum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband