Varð bara að benda á að eitt af "götublöðunum" hérna í Danmörku heitir einmitt því skemmtilega nafni "24 timer". Mér finnst ákaflega ólíklegt að stjórnendur gamla "Blaðsins" hafi ekki vitað af þessu blaði hérna í Danmörku þannig að allt blaður um skapa blaðinu sérstöðu finnst mér undarlegt. Hér er bara verið að apa eftir því sem að Daninn gerir og það er aldrei gott.
![]() |
Nafni Blaðsins breytt í 24 stundir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ah, þú varðst á undan mér að benda á þetta.
Ingólfur, 8.10.2007 kl. 12:45
Ditto....argh.....náði ekki að skúbba....
En já mögnuð nafngift. Hvað ætli sé næst? "Þéttbýli" (Urban)
Haukurinn, 8.10.2007 kl. 12:53
Ég tippa á Metróekspress
Ólafur Helgi Rögnvaldsson, 8.10.2007 kl. 14:49
En kannski er þetta gert með vilja. Mogginn/24 stundir á í samkeppni við Fréttablaðið sem er í eigu 365.
24 timer og Nyhedsavisen eru miklir keppinautar hér í Baunalandi. Þú veist hverjir eiga Nyhedsavisen.
Rúnar Birgir Gíslason, 13.10.2007 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.