Dalvík, sýndarvélin!

Þetta eru frekar skrítin en skemmtileg frétt.  Þar sem að ég fæddist og ólst upp á Dalvík stendur þetta mál mér nokkuð nærri og ennþá nærri þar sem að ég er tölvunarfræðingur.  Ætli Fiskidagurinn fyllist ekki brátt af tölvunörðum sem að halda að þeir séu staddir í sýndarvélinni Dalvik en ekki í sjávarþorpinu Dalvík.  

En það verður gaman að fylgjast með þróun þessarar sýndarvélar í framtíðinni, spurning hvort að Java sýndarvélin verði ekki lengur fyrsti kostur hjá forriturum sem vilja þróa hugbúnað sem að þarf að keyra á mörgum ólíkum tækjum.  Google heldur áfram að ráðast inn á markaði sem að hafa verið nánast ósnertanlegir í langan tíma, spurning hvað þeir taka sér fyrir hendur næst.


mbl.is Dan hjá Google elskar Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Já, ég og Gulli Lalla vorum himinlifandi þegar við sáum þetta.. :)

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 21.11.2007 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband