...að hérna í Danaveldi lækka bensínstöðvarnar verðið um c.a. 1,5 DKK mjög reglulega en það gerist hinsvegar sjaldan heima. Verðið var t.d. 9,9 DKK per líter um daginn en var hækkað aftur um c.a. 1 DKK seinnipartinn sama dag. Svo er líka vert að segja frá því að gengið á íslensku krónunni er búið að vera í algjöru rugli þetta árið, það var um 10,5 í desember á síðasta ári en er 16,4 í dag.
Vildi bara segja ykkur frá þessu.
Danmerkurmet í bensínverði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jamm, hér í Danaveldi er á bensínmarkaði ríkjandi svolítið sem heitir samkeppni sem þekkist ekki á Djöflaeyjunni. Á meðan þetta svokallaða listaverð er í gangi, þá eru bensínstöðvarnar nánast tómar (og flestir taka mjög lítið ef þeir þurfa að bæta á tankinn). Þegar einn ríður svo á vaðið og lækkar þá fylgja flestir hinir í kjölfarið og menn flykkjast að láta fylla.
Þess má einnig geta að bensínverð hér hefur verið frekar stöðugt undanfarin ár þó svo það hafi að einhverju leiti fylgt hækkandi heimsmarkaðsverði síðustu mánuði. Íslenskir fréttahaukar uppgötvuðu þó umtalsverða hækkun nýverið sem ef betur var að gáð var meira tengt gengismun á milli DK og Íslandi. Hljómaði samt betur í allri bensínumræðunni á Íslandi.
Það mætti með sömu rökum segja að bensínverð hafi farið lækkandi á Íslandi undanfarið, ef miðað er við Dönsku krónuna, hehe. Hvað segir Sturla við því?
Arnbjörn (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 13:31
Ekki get ég tekið undir það að bensínverð í Danmörku sé yfirleitt ódýrara þar en hér heima á Íslandi, meira að segja hvort sem er við hátt gengi á IKR (gengisvísitala ca. 110/125 eða við lágt gengi á IKR eins og í dag þ.e. gengisvísitala ca. 155/164).
Ég var 4 sinnum í Danmörku árið 2007, um páska í viku, 10 daga í seinnihluta maí, 10 daga um mánaðamót júní/júlí og 5 daga í október. Svo var ég í Danmörku 2. - 10. maí sl. Í öll þessi skipti var ég með bíl til umráða. Í öll þessi skipti fór ég á bíl mínum út á flugvöll hér heima tók á hann bensín og hafði með mér greiðslustrimlana til samanburðar fyrir forvitnissakir. Aldrei í ferðum mínum 2007 fékk ég bensín ódýrara í Danmörku en á Íslandi, verðið í Danmörku var svona frá 2/3 kr. - 8/10 kr per líter dýrara í Danmörku en á Íslandi. Því til viðbótar þegar ég greiddi fyrir bensínið í Danmörku með kreditkorti bættist við frá ca. 2,2%/3,1% í kortakostnað í Danmörku en hann er innifalinn í bensínverðinu hér heima. Í síðustu viku þurfti ég að borga DKK 11,19 pr líter, sem er ca. 181/182 IKR. + kortakostaðinn til viðbótar. Á leiðinni út á flugvöll 1.5. sl. greiddi ég IKR 151.80 pr líter, með kortakostnnaðinn innifalinn. Til gamans skal ég bæta því við að í maí ferðinni minni 2007 keyrði ég frá Kastrup gegnum Þýskaland og niður til Burgund í Frakklandi og aftur upp til Danmerkur (Jótlands) og ég fékk hvergi á allri leiðinni fékk eins "ódýrt" bensín pr líter en ég hafði greitt á leið minni út á flugvöll hér heima 14.05.2007.
Kveðja
Guðm. R. Ingvason
Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 14:49
Og alltaf heldur fólk áfram að falla í þessa notalegu gildru að reikna bensíverð út frá gengi íslensku krónunnar
Vel má vera að bensín sé "dýrara" í DK, en mér finnst það samt athyglivert að ég bjó þar í mörg ár og á þessum þremur árum þá hefur bensín ekki hækkað svo mikið....á meðan blóðsugurnar á íslandi hafa hækkað um tugi prósenta (og að sjálfsögðu aldrei lækkað).
Ég segi bara, verði þessum "prófessorum" að góðu og megi þeir njóta sopans.
Ellert (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 20:50
Hér gerið þið fylgst með hvað bensínverðið breyttist ört í DK
http://www.fdmbenzinpriser.dk/
Gummi Ingólfs (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 22:19
Varðandi athugasemd Ellerts.
Það er engin "notaleg" gildra gengi gjaldmiðla. Það breytist, mismikið, frá einum tíma til annars, hvort sem um er að ræða IKR, DKK, EURO, $, GBP ofl.
Má ég t.d. minna á það að $ var fyrir 3/4 árum ca. 25% hærra skráður en EURO en nú er það öfugt farið. Hvort eða hvenær það breytist það aftur veit enginn í dag.
Framhjá þeirri staðreynd verður ekki gengið, hvort sem einhverjum þykir það "óþægileg staðreynd" eða ekki, að bensínverðið sem ég vitnaði til 2007 og 2008, var á þeim tíma, sem ég tiltók, ódýrari á Íslandi en í Danmörku (og í Þýskalandi og í Frakklandi).
Ef við snúum dæminu við, og gefum okkur að Dani, Frakki eða Þjóðverji hefðu verið "bílandi" á Íslandi á sama tíma og ég var í Danmörku, þá hefðu þeir þurft færri DKK og /eða EURO til að kaupa bensín á Íslandi en í heimalöndum sínum. Flóknara er þetta nú ekki.
Kveðja
Guðm. R. Ingvason.
Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 09:30
Gott og vel. Fínir punktar hjá ykkur. En það sem ég vildi bara koma á framfæri er eftirfarandi:
1. Bensínverð í Danmörku rokkar upp og niður mjög oft, ég hef yfirleitt alltaf keypt bensín fyrir minna en 10 DKK líterinn síðan ég kom hérna til Danmerkur og ég reikna fastlega með því að kaupa það fyrir það verð eftir stutta stund. Svoleiðis er það ekki á Íslandi.
2. Gengi íslensku krónunnar gagnvart dönsku krónunni hefur hækkað mikið í ár.
Þ.a.l. finnst mér það vera frekar "ódýrt" að birta svona snögga frétt þar sem að óþjálfað augað gæti trúað því að bensínverðið í Danaveldi væri uppúr öllu valdi og Íslendingar gætu því prísað sig sæla með sínar 160 krónur per líter.
Góðar stundir.
Ólafur Helgi Rögnvaldsson, 14.5.2008 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.