Var að heyra fréttir af þessu ísbjarnarmáli í 6 fréttunum á TV2 í Danmörku. Danir líta á sig sem miklar hetjur út af þessu máli og fylgdu Carsten út í vél Icelandair áðan. En þegar fréttin var að verða búin þá var það tekið fram að íslensk stjórnvöld myndu greiða fyrir björgunina, en ekkert var minnst á Bjögga og Novator.
Þannig er nú það.
Ætti ekki að vera neitt vandamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Danir líta alltaf á okkur sem hálfgerða stubbalinga og vilja gjarnan rétta hjálparhönd fyrst og fremst til þess að getað gortað sjálfa sig af því. Enda tala þeir um að Carsten Grönlund sé að gera Íslendingum bjarnargreiða "björnetjenste".
Þetta er auðvitað afskaplega aumingjalegt að þurfa að leita til útlanda eftir hjálp við svona smotterí eins og að koma einum ísbirni úr landi á sómasamlegan hátt. Hvers konar vesalingar erum við eiginlega?
Björgvin Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 17:19
Jæja, TV2 hefur greinilega lesið bloggið mitt. Þau tók fram að einhver ríkur maður á Íslandi hefði borgað brúsann.
En já, sammála Björgvini, Danir eru heldur betur að bjarga litlu vesalingunum á Djöflaeyjunni.
Ólafur Helgi Rögnvaldsson, 17.6.2008 kl. 17:21
Nú vill Bjöggi ekki borga gæsluna á svæðinu, lélegt. Átti löggan bara að fara heim og leyfa birninum að vafra um Skagann um nóttina.
Mér fannst þetta gott framtak en finnst þetta slappt núna
Rúnar Birgir Gíslason, 18.6.2008 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.