Færsluflokkur: Bloggar
Vísir sagði að Ronaldo væri búinn að skora 101 mark í 153 leikjum en Morgunblaðið segir að það hafi tekið hann 253 leiki?
Hvor hefur rétt fyrir sér?
Samkvæmt www.manutd.com þá er hann búinn að spila 253 leiki og skora í þeim 101 mark. Í þetta skiptið hefur Morgunblaðið rétt fyrir sér en Vísir rangt.
Heimild, http://www.manutd.com/default.sps?bioid=91960&pagegid={FE60904B-C2A8-4E60-9B05-700DBBC29BBC}§ion=playerProfile.
Vildi bara koma þessu á framfæri.
Ronaldo skoraði 100. markið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 16.11.2008 | 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er gaman að heyra að Morgunblaðið veiti þessari þróun athygli enda er hún um margt mjög spennandi.
Úrvalið af bjór í ÁTVR í dag er ákaflega takmarkað. Það eru til gífurlega margir bjórstílar sem hafa aldrei ratað á hillur Vínbúðanna. India Pale Ale(IPA) er fyrsta dæmis, gríðarlega góðir bjórar, allskonar afbrigði af Stout, sweet Stout, Russian Imperial Stout, margir Porter, Barleywine, Lambic o.s.frv.
En með tilkomu Ölvisholts hefur bjórframleiðsla á Íslandi tekið nýja stefnu. Úrvalshráefni í bland við gott ölger og fagleg vinnubrögð hefur skilað frábærum bjórum, Skjálfta og Móra. Jólabjórinn kemur bráðum og svo reyktur Stout. Get ekki beðið.
Bruggsmiðjan á Árskógssandi eru vissulega frumkvöðlar að þessari þróun hér á landi og eiga þeir mikið hrós skilið. En vandamálið við bjórana sem þeir framleiða og svo líka Jökull og Gullfoss er að þeir miða að því að búa til lagerbjór sem að rennur auðveldlega ofan í landann. Ölvisholt er hinsvegar að framleiða öl með bragði og keppir seint við lagerbjórinn í magni þess sem þeir selja en markmið þeirra er að gera bragðgott og vandað öl. Morgunblaðið minntist ekki neitt á Ölgerð Reykjavíkur sem framleiðir Gullfoss í samstarfi við Anders Kissmeyer frá Norrbro Bryggeri en það er væntanlega vegna þess að bjórinn þeirra er framleiddur af Bruggsmiðjunni á Árskógssandi.
Ég held að framtíðin sé björt í þessum geira hérna á landi, Danir eru nokkrum árum á undan okkur í þessum efnum og Bandaríkjamenn byrjuðu að opna sín örbrugghús fyrir u.þ.b. 30 árum. Nú þurfum við bara að drífa okkur út í Vínbúð, kaupa einn Skjálfta og einn Móra, tína til nokkra aðra(byrja fyrst á íslensku bjórunum að sjálfsögðu) og drekka þessa bjóra með opnum huga. Sumir eru beiskir, aðrir sætir og svo verður hver og einn að finna þá línu sem að manni líkar og halda áfram að smakka.
Óli Helgi.
Kaldi, Skjálfti, Jökull, Móri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.11.2008 | 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
í gær en löngunin hvarf ansi snögglega þegar ég sá þessa frétt. Þessi rússíbani er búinn að vera mikið í fréttunum undanfarið, fyrst átti að opna hann í maí en það tafðist og hann opnaði fyrst fyrir nokkrum dögum síðan. Annar nýr rússíbani í Djurs Sommerland var tekinn í notkun í sumar, þar hefur enginn hrapað til jarðar en ég held að hann hafi stoppað tvisvar á miðri leið með farþega um borð.
Sem sagt, rússíbanar eru skemmtilegir en geta klikkað eins og svo margt annað. En ég ætla engu að síður að fara með fjölskylduna í Tivoli Friheden (ekki Frihedens eins og stendur í fréttinni) í dag og prófa einhver róleg tæki, ekki eitthvað hættulegt.
Fjórir slösuðust í rússibanaslysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.7.2008 | 06:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Var að heyra fréttir af þessu ísbjarnarmáli í 6 fréttunum á TV2 í Danmörku. Danir líta á sig sem miklar hetjur út af þessu máli og fylgdu Carsten út í vél Icelandair áðan. En þegar fréttin var að verða búin þá var það tekið fram að íslensk stjórnvöld myndu greiða fyrir björgunina, en ekkert var minnst á Bjögga og Novator.
Þannig er nú það.
Ætti ekki að vera neitt vandamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 17.6.2008 | 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
...að hérna í Danaveldi lækka bensínstöðvarnar verðið um c.a. 1,5 DKK mjög reglulega en það gerist hinsvegar sjaldan heima. Verðið var t.d. 9,9 DKK per líter um daginn en var hækkað aftur um c.a. 1 DKK seinnipartinn sama dag. Svo er líka vert að segja frá því að gengið á íslensku krónunni er búið að vera í algjöru rugli þetta árið, það var um 10,5 í desember á síðasta ári en er 16,4 í dag.
Vildi bara segja ykkur frá þessu.
Danmerkurmet í bensínverði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.5.2008 | 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Golden State Dallas 114:104
Warriors 114, Mavericks 104 ??
Skil ekki alveg af hverju það þarf að taka það tvisvar fram að Golden State Warriors hafi unnið Dallas Mavericks 114-104.
Denver, Dallas og Golden State eru öll jöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 31.3.2008 | 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvetur til sátta í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.3.2008 | 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Núna er ég búinn að búa hérna í Danmörku í eitt og hálft ár og það fer að líða undir lokin á mastersnáminu mínu í tölvunarfræði. Þegar við rifum okkur upp haustið 2006 var planið að stoppa hérna í Danaveldi í 2 ár og flytja svo aftur heim. Við seldum íbúðina okkar í vesturbænum í Reykjavík pökkuðum niður og héldum á vit ævintýranna. Þessi tími hérna úti hefur verið alveg frábær, virkilega gefandi að kynnast nýju landi og þjóð ásamt því að göfga andann í skólanum. En planið okkar hefur ekki alveg gengið upp, þegar við fluttum var íbúðaverð í algjöru hámarki (skv. fasteignasölum og öðrum spekingum) og hugmyndin var að flytja aftur heim eftir 2 ár þegar að fasteignamarkaðurinn væri orðinn rólegri og verðið vonandi aðeins lægra. En það hefur ekki gengið eftir, húsnæðisverðið heldur áfram að hækka og sama geðveikin í gangi.
En þá kemur lausnin. Við ætluðum nefnilega aldrei að flytja aftur til Reykjavíkur! Af hverju í ósköpunum ættum við að gera það þegar að fjölskyldur okkar beggja búa fyrir norðan og stór hluti af vinum okkar gera það líka. Það er vissulega erfitt að búa langt frá vinum okkar á höfuðborgarsvæðinu en þegar að við settumst niður og skoðuðum það sem að Akureyri hefur uppá að bjóða og bárum það saman við höfuðborgarsvæðið þá var ekki neitt sem við komum til með að sakna. Íbúðaverð er líka mun betra og sanngjarnara á Akureyri heldur en í Reykjavík og fjölskyldufólk getur örugglega fundið húsnæði við sitt hæfi á sanngjörnu verði. Mikil uppbygging á sér stað þessa dagana á Akureyri, bærinn býður upp á mikið úrval af menningarviðburðum, afþreyingu og er virkilega góður kostur fyrir þá sem vilja flytja aftur til Íslands eftir nám erlendis.
Núna eru ábyggilega margir sem spyrja, en það er ekki hægt að finna vinnu fyrir fólk með bachelorgráðu/mastersgráðu/doktorsgráðu í "setjið inn menntun hér"? Ekki rétt. Það finnst mér a.m.k. Vissulega er framboðið minna en á höfuðborgarsvæðinu en ég vil meina að það sé gott úrval af störfum í boði og svo er líka tilvalið að láta drauminn rætast og stofna sitt eigið fyrirtæki.
En það verður vissulega erfitt að yfirgefa Danmörk, það er ansi margt sem að okkur líkar vel við hérna úti en þá verður maður bara að reyna að skapa svipaða stemningu heima.
Ekkert vit í að flytja til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.3.2008 | 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Portland vann því miður ekki Boston, heldur var það akkúrat öfugt. Boston vann 112-102 og Paul Pierce skoraði 30 stig.
Ég varð annars mjög glaður þegar ég sá þessi úrslit, en því miður voru þau ekki rétt.
Vonandi að Blazers fari að rífa sig uppúr þessari lægð sem þeir eru í.
Bryant rekinn útaf er Lakers vann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.2.2008 | 07:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta eru frekar skrítin en skemmtileg frétt. Þar sem að ég fæddist og ólst upp á Dalvík stendur þetta mál mér nokkuð nærri og ennþá nærri þar sem að ég er tölvunarfræðingur. Ætli Fiskidagurinn fyllist ekki brátt af tölvunörðum sem að halda að þeir séu staddir í sýndarvélinni Dalvik en ekki í sjávarþorpinu Dalvík.
En það verður gaman að fylgjast með þróun þessarar sýndarvélar í framtíðinni, spurning hvort að Java sýndarvélin verði ekki lengur fyrsti kostur hjá forriturum sem vilja þróa hugbúnað sem að þarf að keyra á mörgum ólíkum tækjum. Google heldur áfram að ráðast inn á markaði sem að hafa verið nánast ósnertanlegir í langan tíma, spurning hvað þeir taka sér fyrir hendur næst.
Dan hjá Google elskar Dalvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.11.2007 | 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)